Marble Surface

Who We Are

Hvað gerum við & af hverju?

Þetta snýst um 

þig

Hvað ef það væri leið til þess að kveikja á innri hæfileikum okkar, hinni gleymdu þekkingu sem býr innra með okkur og ná aftur meðvitaðri stjórn, ekki aðeins á innstu hlutum heilans, heldur á öllum kerfum? Fjarri hamlandi tilfinningum/líðan og þar af leiðandi lifa lífinu með minni streitu, meiri lífskrafti og gleði.  

  • Kælimeðferð, hefur verið notuð í aldaraðir, af allt frá munkum í Himalaya-fjöllum til leikskóla í Rússlandi. Þessi einfalda, en kröftuga tækni er þekkt um allan heim nú til dags, þökk sé Wim Hof aðferðinni og færir þig að kjarna líkamlegrar og andlegrar iðkunar, eins og hraðbraut í áttina að því að bæta heilsu þína og alhliða vellíðan.  Almennileg útsetning fyrir kulda kemur af stað heilum fossi af heilsufarslegum ávinningi. 

  • Öndunartækni- gagnreynd tækni, allt frá sértækri öndunartækni til hagnýtrar öndunar, sem færir athyglina aftur að gífurlegum möguleikum á meiri orku, fókus, minni streitu, betri svefni og bættri ónæmissvörun. Sem umbreytir líkamlegri og andlegri heilsu með því að auka afköst hverrar frumu og allra kerfa líkamans. 

  • Hugarfar/Kraftur hugans- snýst um að uppfæra öll þessi úreltu skoðanamynstur sem eru að halda aftur af þér og uppfæra loksins þetta gamla Windows 95. Að enduruppgötva mestu möguleikana sem heilinn getur kallað fram í líkama okkar og vellíðan. Við fylgjum vinnu heimsþekktra lækna á ýmsum sviðum sem leiða nýjustu rannsóknir á krafti hugans. Með einbeitingu og ákveðni að vopni ert þú tilbúin/n til að kanna, og á endanum ná yfirráðum yfir, eigin huga og líkama.

 

Við deilum af ástríðu aðferðunum sem hafa hjálpað þúsundum að umbreyta lífi sínu, þar á meðal okkur. Verkfæri sem hægt er að nálgast eftir ýmsum leiðum, hvort sem það er fyrir meira þol, til að vinna á ákveðnum verkjum, fyrir skýran hug, til að rækta sjálfið eða til að enduruppgötva dýpt þess sem við erum virkilega fær um!

Á bak við hverja manneskju býr saga.

Þetta er umbreytingarsagan okkar. Þegar við hittumst, fæddist fyrirtækið ANDRI ICELAND. Okkar ástríða felst í því að komast að því hvað kemur ÞINNI umbreytingarsögu af stað.  

ANDRI

Andri Studio.jpg

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”.

 

Vendipunkturinn þar sem áratugir af langvarandi, sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávæningi kælimeðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða, til þúsunda manna. Með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.

Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum, fara ofan í ískalt vatn, undir handleiðslu Andra. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.

Auk ýmis konar þjálfunar sinnar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:

  • Health & Personal Development Coach

  • Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor

  • Oxygen Advantage Certified Instructor

  • XPT Performance Breathing Certified Coach

  • Buteyko Clinic International Certified Instructor 

black-xpt-logo.png
5a4a5da7b863f.png
Oxygen-Advantage-4.png
51kSJ8Ur4eL.png
Andri missti 30 kíló á 7 mánuðum.
Losnaði undan þunglyndi og kvíða.
Langvarandi bakverkir sem hann hafði verið að kljást við vegna meiðsla þegar hann var 13 ára, horfnir (og 90% minni verkir á aðeins 3 vikum eftir að hann byrjaði að nota kuldann).
Með því að blanda saman Kælimeðferð (Wim Hof aðferð), Öndunartækni, Núvitund, Meðvitaðri hreyfingu og öðrum aðferðum. 
ANDRI_LIMITLESS_fat.jpg
Andri after his life transformation
„Ég er sönnun þess að þessar aðferðir virka. Ef ég gat umturnað lífi míni, þá getur þú það líka!“ 

Svona fór ég úr HALLÆRI í mína eigin HETJU

TANIT

Tanit er meðstofnandi ANDRI ICELAND og umbreytingarþjálfari sem leggur áherslu á gagnreynda Mind-Body tækni til að rækta sjálfa sig.

 

Eftir að hafa lokið mastersnámi í einum helsta viðskiptaskóla heims, og langan og mjög farsælan feril í viðskiptaheiminum, var það hennar eigin reynsla af kulnun sem fékk hana til að skilja mikilvægi þess að hafa jafnvægi í lífinu, að lifa í takt við þinn sanna tilgang og innri visku.


Hún blandar saman þekkingu sinni og rannsóknum á þekktum aðferðum víðsvegar um heiminn á persónulegri þróun, núvitund, jóga, andlegri og líkamlegri vellíðan, þ.á.m. Kælimeðferð (hún er viðurkenndur Level 2 Wim Hof Method Instructor), Oxygen Advantage kennari og viðurkenndur Conscious Parenting þjálfari, á meðal annarra aðferða, til að færa þig að rótum og hvata þíns innri vaxtar. 

8C3A68031 - Copy.jpg
49118308883_301961f1af_o.jpg
8C3A7433-Edit.jpg

Horfðu á TEDx fyrirlestur Tanit um velgengnissögu sína af kulnun.

Maðurinn sem heldur að hann geti og maðurinn sem heldur að hann geti ekki, hafa báðir rétt fyrir sér.

-Konfúsíus