Cold Therapy - Wim Hof Method

Hættu að Væla Komdu að Kæla

Upplýsingar til að koma þér af stað

Velkomin/n!

Hér finnur þú allt sem er nauðsynlegt að lesa áður en námskeiðið hefst.

 

 1. Það sem hafa ber í huga. Mjög mikilvægt.

 2. Yfirlit yfir vísindin

 3. Öndunaráskorun*

 4. Kuldaáskorun*

 5. Dæsaáskorun*

 6. Tralalaáskorun*

*útskýrt nánar í öðrum tíma

​​

Við erum spennt að sjá hvernig þessi hópur þróast!

 

Áður en við byrjum: Sæktu um inngöngu í Facebook hópinn okkar sem er vettvangurinn fyrir spurningar sem kunna að vakna og eftirfylgni á meðan á námskeiðinu stendur.

 

Það sem hafa ber í huga fyrir öndunaræfingarnar og kuldann (Andri mun einnig fara í þetta á námskeiðinu)

 

Yfirlit yfir vísindin í myndum

> Yfirlit yfir vísindin á bak við KULDANN, ÖNDUNINA og HUGAFARIÐ í myndum.

 

Við förum nánar í þetta á námskeiðinu og í Facebook hópnum þar sem þú færð aðgang að EININGUM (upplýsingasafni okkar) með ítarlegum vísindakafla. 


-----

Kynning á myndunum:

Hver einasta fruma í líkama okkar þarf súrefni til að framleiða orku. Sem er grundvallaratriði fyrir líkamann til að geta sinnt öllum nauðsynlegum störfum. Ef O2 vantar, þá getur líkaminn ekki framkvæmt allt sem þörf er á. Með því að besta inntöku hans erum við að besta heildarafköst líkamans.

 

Annað grundvallaratriði sem hver fruma þarf til að framleiða ORKU er MATUR (fita, prótein og kolvetni). Við munum ekki fara í mataræði á þessu námskeiði, en það er gott að við séum meðvituð um mikilvægi þess.

 

Á námskeiðinu er þér kennt hvernig þú getur uppgötvað náttúrulega getu líkamans til að þola erfiðari aðstæður en þú hefur hingað til talið mögulegt. Að virkja verkfæri sem eru okkur meðfædd og læra hvernig á að nota þau til að verða heilbrigðari, hamingjusamari og sterkari.

 

Þetta mun gefa þér nýja sýn á hversu mikils við erum megnug, með meðvituðum fókus.

 

Útsetning fyrir kulda (Hvort sem það er vatnsbað eða útsetning úti) er ekki keppni. Þú munt alltaf tapa. En, ef þú sleppir tökunum, hefurðu allt til að vinna. Líkamlega, andlega og tilfinningalega. Ef þú hefur einhverjar spurningar um vísindin, ekki hika við að spyrja, annað hvort í tímunum eða inná Facebook hópnum.

 

ÁSKORANIR

ÁSKORUN#1 DAGLEGAR ÖNDUNARÆFINGAR

 

Öndunartækni

 1. 30-40 sinnum: andaðu djúpt inn, andaðu eðlilega út 

 2. Síðasta skiptið, andaðu alveg út

 3. Andaðu inn alveg upp í topp

 4. Tæmdu lungun (óþvingað)

 5. Haltu niðri í þér andanum þangað til að þú finnur þörfina fyrir að anda

 6. Andaðu inn alveg upp í topp

 7. Haltu í 10-15 sekúndur

 8. Slepptu tökunum, endurtaktu ferlið 3-4 sinnum

Í lok öndunaræfingarinnar skaltu taka þér að minnsta kosti 5 mínútur í slökun áður en þú byrjar að hreyfa þig aftur, svo þú getir virkilega fundið fyrir áhrifum hennar.

 

Á skrefi 5 skaltu gefa fullkomlega eftir í líkamanum, alveg hreyfingalaus, svo þú getir haldið niðrí þér andanum lengur, áreynslulaust. 

 

Þú vilt fylla KVIÐINN fyrst af lofti, svo BRJÓSTKASSANN, og svo aðeins meira ef mögulegt er, það sem við köllum „HÖFUÐIГ. Þannig nærðu hámarksinntöku með hverjum ANDARDRÆTTI. LYKILATRIÐI til þess að virkja allan ávinning æfingarinnar. :) 

 

Hlustaðu ávallt á líkama þinn og lærðu að þekkja hvað þér finnst gott. Gerðu æfingarnar alltaf í öruggu umhverfi, helst liggjandi á mjúku gólfi, rúmi eða í sófa.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu alltaf spyrja í tímum eða í Facebook hópnum.

--------------------
*** WHM Fyrirvari, MIKILVÆGT ** Öndunaræfingin hefur mikil áhrif og á að æfa hana eins og hún er kennd. Gerðu alltaf öndunaræfinguna í öruggu umhverfi (t.d. sitjandi í sófa/ á gólfi) og óþvingað. Gerðu aldrei æfingarnar fyrir eða meðan á köfun eða akstri stendur, í sundi, baði eða í neinu öðru umhverfi þar sem væri hætta á alvarlegum meiðslum, ef það skyldi líða yfir þig. Wim Hof öndun getur valdið náladofa og/eða svima.

 
 

Áskorun #2 DAGLEGUR KULDI
 

Byrjaðu á kaldri sturtu og færðu þig smám saman yfir í köld böð eins oft og þú getur.

 

Farðu að þekkja viðbrögð þín við kulda.

 

Farðu í sturtu eins og venjulega en undir lokin skaltu æfa þig með köldu vatni (eins köldu og hægt er).

 

❗️ Þú vilt reyna að halda önduninni eðlilegri og slaka á.

 

❄️ Þú getur annað hvort byrjað rólega með því að setja fyrst fæturna inn og fikra þig rólega upp að hálsi eða farið bara strax undir í heilu lagi. Þú velur hvað þér finnst best.

 

❄️ Örfáar sekúndur til að byrja með sem þú byggir svo ofaná á hverjum degi. Athugaðu hvort þú komist upp í 5 mínútur.

 

❄️ Markmiðið er ekki að vera sem lengst heldur hversu mikilli yfirvegun þú nærð. Er spenna einhvers staðar í líkamanum? Ef svarið er já, reyndu að anda djúpt og slaka á allri spennu.

 

Taktu eftir því hvernig þér líður eftirá. Hvernig er tilfinningin í líkamanum, orkustigið o.s.frv.

 

NÆSTA SKREF: Farðu í kaldan pott eins oft og þú getur þá daga sem námskeiðið er ekki. - Það er betra að vera á kafi í vatni en bara í sturtunni, þú munt finna muninn með æfingunni! ❄️💯.

 

Auka ábending: Þú vilt ENDA ALLTAF Á KULDA - Klára sturtuna með köldu vatni, ekki fara í heitan pott eftir kalda o.s.frv. Láta líkamann vinna með kuldanum og virkja hitamyndun. Þannig virkjum við náttúrulega hæfileikann sem líkaminn hefur til að aðlagast og forðumst það líka að fá kuldasjokk (sjá Það sem hafa ber í huga).

 

Við erum spennt að sjá hvaða árangri þú nærð! Mundu að þú getur alltaf spurt spurninga í tímunum og í Facebook hópnum ef þær vakna. 

KÖLD_STURTA.png

Áskorun #3 Dæsa

 

Æfðu þig að dæsa eins og þér var kennt fyrsta daginn og gerðu það reglulega yfir daginn. Prófaðu að dæsa handahófskennt: þegar þér líður vel eða þegar þú ert undir álagi, þegar eitthvað kemur þér í uppnám o.s.frv. Taktu eftir því hvað gerist í hvert skipti.

 

Þú færð aukastig fyrir að gera það fyrir framan annað fólk án þess að finnast það óþægilegt á meðan á því stendur eða eftirá. Geturðu verið í lagi, sama hvað?

 

Áskorun #4 Tralala

 

Æfðu þig að gera Tralala eins og þér var kennt það fyrsta daginn. Þetta er æfing fyrir bæði hugann og líkamann. Getur þú sleppt tökunum og gert eitthvað sem þér finnst „kjánalegt“ en verið í lagi á meðan þú gerir það?

 

Þetta er sérstaklega góð æfing fyrir fólk sem er í verkjameðferð.

 
 
Marble Surface

BÚÐU ÞIG UNDIR UMBREYTANDI LÍFSREYNSLU